Möguleiki fyrir Man. United að selja miðvörð til Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2019 10:00 Victor Lindelof. Getty/Matthew Ashton Miðvarðarstaðan hefur ekki verið talin sú sterkasta hjá liði Manchester United en spænska stórliðið Barcelona hefur engu að síður áhuga á að kaupa einn af miðvörðum liðsins ef marka má fréttir frá Spáni. Barcelona hefur áhuga á sænska landsliðsmiðverðinum Victor Lindelof en hingað til hefur Manchester United ekki viljað selja hann. Stuðningsmenn Manchester United vilja líka örugglega bæta við miðvarðarhóp félagsins í stað þess að selja. „Það er stórt félag í Evrópu sem vill fá hann en þegar ræðst allt á afstöðu Manchester United,“ sagði Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelof. Hann var í viðtali við spænska blaðið Mundo Deportivo.Barcelona are reportedly interested in signing Manchester United defender Victor Lindelof. That's the gossip. More: https://t.co/VKCaW91GcHpic.twitter.com/93ZSrMrTO5 — BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019Allt bendir til þess að Matthijs de Ligt verði leikmaður Juventus og um leið þarf Barcelona að finna annan miðvörð í hans stað. Barca hefur verið á eftir Hollendingnum sem valdi hins vegar að fara til Juve. Mundo Deportivo heldur því fram að Barcelona sé að leita annað og að félagið hafi mestan áhuga á að fá Victor Lindelof frá Manchester United. Barcelona hefur reynt nokkrum sinnum að talað við Manchester United um sölu á Svíanum en hingað til hefur svarið alltaf verið það sama: „Victor Lindelof er ekki til sölu“.Victor Lindelöf's agent Hasan Cetinkaya: "Lindelöf is in the orbit of a great European club. But leaving Manchester United depends on the English club." Mundo Deportivo are reporting the club in question is Barcelona.. Is he good enough? pic.twitter.com/eI9RwouOqu — Footy Accumulators (@FootyAccums) July 9, 2019Victor Lindelof verður 25 ára gamall seinna í sumar. Manchester United lítur á hann sem framtíðarmann í miðri vörninni. Lindelof fór í æfingaferðina til Ástralíu með Manchester United og ekkert bendir til annars en að hann spili með United áfram. Það má samt ekki vanmeta þá stöðu þegar félag eins og Barcelona er að banka á dyrnar. Þá verða leikmenn oft mjög órólegir fljótt.Victor Lindelof og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.Getty/Chris Brunskill Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Miðvarðarstaðan hefur ekki verið talin sú sterkasta hjá liði Manchester United en spænska stórliðið Barcelona hefur engu að síður áhuga á að kaupa einn af miðvörðum liðsins ef marka má fréttir frá Spáni. Barcelona hefur áhuga á sænska landsliðsmiðverðinum Victor Lindelof en hingað til hefur Manchester United ekki viljað selja hann. Stuðningsmenn Manchester United vilja líka örugglega bæta við miðvarðarhóp félagsins í stað þess að selja. „Það er stórt félag í Evrópu sem vill fá hann en þegar ræðst allt á afstöðu Manchester United,“ sagði Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelof. Hann var í viðtali við spænska blaðið Mundo Deportivo.Barcelona are reportedly interested in signing Manchester United defender Victor Lindelof. That's the gossip. More: https://t.co/VKCaW91GcHpic.twitter.com/93ZSrMrTO5 — BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019Allt bendir til þess að Matthijs de Ligt verði leikmaður Juventus og um leið þarf Barcelona að finna annan miðvörð í hans stað. Barca hefur verið á eftir Hollendingnum sem valdi hins vegar að fara til Juve. Mundo Deportivo heldur því fram að Barcelona sé að leita annað og að félagið hafi mestan áhuga á að fá Victor Lindelof frá Manchester United. Barcelona hefur reynt nokkrum sinnum að talað við Manchester United um sölu á Svíanum en hingað til hefur svarið alltaf verið það sama: „Victor Lindelof er ekki til sölu“.Victor Lindelöf's agent Hasan Cetinkaya: "Lindelöf is in the orbit of a great European club. But leaving Manchester United depends on the English club." Mundo Deportivo are reporting the club in question is Barcelona.. Is he good enough? pic.twitter.com/eI9RwouOqu — Footy Accumulators (@FootyAccums) July 9, 2019Victor Lindelof verður 25 ára gamall seinna í sumar. Manchester United lítur á hann sem framtíðarmann í miðri vörninni. Lindelof fór í æfingaferðina til Ástralíu með Manchester United og ekkert bendir til annars en að hann spili með United áfram. Það má samt ekki vanmeta þá stöðu þegar félag eins og Barcelona er að banka á dyrnar. Þá verða leikmenn oft mjög órólegir fljótt.Victor Lindelof og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.Getty/Chris Brunskill
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira