Barcelona hefur áhuga á sænska landsliðsmiðverðinum Victor Lindelof en hingað til hefur Manchester United ekki viljað selja hann. Stuðningsmenn Manchester United vilja líka örugglega bæta við miðvarðarhóp félagsins í stað þess að selja.
„Það er stórt félag í Evrópu sem vill fá hann en þegar ræðst allt á afstöðu Manchester United,“ sagði Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelof. Hann var í viðtali við spænska blaðið Mundo Deportivo.
Barcelona are reportedly interested in signing Manchester United defender Victor Lindelof.
That's the gossip.
More: https://t.co/VKCaW91GcHpic.twitter.com/93ZSrMrTO5
— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019
Allt bendir til þess að Matthijs de Ligt verði leikmaður Juventus og um leið þarf Barcelona að finna annan miðvörð í hans stað. Barca hefur verið á eftir Hollendingnum sem valdi hins vegar að fara til Juve.
Mundo Deportivo heldur því fram að Barcelona sé að leita annað og að félagið hafi mestan áhuga á að fá Victor Lindelof frá Manchester United.
Barcelona hefur reynt nokkrum sinnum að talað við Manchester United um sölu á Svíanum en hingað til hefur svarið alltaf verið það sama: „Victor Lindelof er ekki til sölu“.
Victor Lindelöf's agent Hasan Cetinkaya:
"Lindelöf is in the orbit of a great European club. But leaving Manchester United depends on the English club."
Mundo Deportivo are reporting the club in question is Barcelona.. Is he good enough? pic.twitter.com/eI9RwouOqu
— Footy Accumulators (@FootyAccums) July 9, 2019
Victor Lindelof verður 25 ára gamall seinna í sumar. Manchester United lítur á hann sem framtíðarmann í miðri vörninni.
Lindelof fór í æfingaferðina til Ástralíu með Manchester United og ekkert bendir til annars en að hann spili með United áfram. Það má samt ekki vanmeta þá stöðu þegar félag eins og Barcelona er að banka á dyrnar. Þá verða leikmenn oft mjög órólegir fljótt.
