Borðaði bara banana í mánuð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 11. júlí 2019 09:00 Tómas hefur að eigin sögn verið að gretta sig á myndum frá því hann var fimm ára gamall. Fréttablaðið/Valli Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira