Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2019 20:15 Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“ Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“
Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15