Rúnar Páll: Drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 22:34 Rúnar Páll var ánægður með frammistöðu Stjörnunnar gegn Levadia Tallinn. vísir/daníel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30