Pepsi Max mörk kvenna: Ætti Dóra María að vera í úrvalsliði fyrri umferðarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 14:30 Dóra María Lárusdóttir hefur stýrt leik Valsliðsins í sumar. Mynd/S2 Sport Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira