Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 18:38 Þrátt fyrir að vinna við að skemmta gríðarstórum hópum fólks er Sheeran lítið gefinn fyrir margmenni. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“ Bretland Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“
Bretland Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira