Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.
F1- Most wins at the GP of Great Britain
6 - @LewisHamilton (+1)
5 - Jim Clark
5 - Alain Prost#BritishGP#F1
— Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019
Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas.
Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár.
Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.
LAP 44/52
Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen
#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO
— Formula 1 (@F1) July 14, 2019
Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.
A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5
— Formula 1 (@F1) July 14, 2019