Alexander Sobolev skoraði bæði mörk Krylya Sovetov Samara með sjö mínútna millibili snemma í seinni hálfleik.
Arnór var tekinn af velli þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Hann er á sínu öðru tímabili hjá CSKA líkt og Hörður Björgvin sem lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.

Östersund komst yfir á 56. mínútu en ellefu mínútum síðar sendi Guðmundur boltann á Jordan Larsson sem skoraði. Sigurmark Östersund kom svo þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Norrköping er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 16 leiki.