Heima er best Ásta Eir Árnadóttir skrifar 15. júlí 2019 07:30 Bryndís Stefánsdóttir hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Falleg lýsing er mikilvæg að hennar mati. FBL/SIGTRYGGUR Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira