Heima er best Ásta Eir Árnadóttir skrifar 15. júlí 2019 07:30 Bryndís Stefánsdóttir hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Falleg lýsing er mikilvæg að hennar mati. FBL/SIGTRYGGUR Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira