Myndinni verður leikstýrt af ástralska leikstjóranum Baz Luhrmann sem gert hefur garðinn frægan með leikstjórn á myndum eins og Moulin Rouge! og The Great Gatsby. Talið er að auk Butler hafi leikarar á borð við Ansel Elgort, Harry Styles og Miles Teller verið nálægt því að hreppa hnossið.
Í myndinni mun Butler leika á móti óskarsverðlaunahafanum Tom Hanks sem mun fara með hlutverk umboðsmanns Elvis, Colonel Tom Parker. Vinna við myndina hefst í byrjun næsta árs en hún verður tekin upp í Ástralíu.
Leikstjórinn Baz Luhrmann sagðist hæstánægður með að Butler og sagði að í ferlinu hafi hann leitað að leikara sem gæti túlkað hreyfingar og raddbeitingu kóngsins á sama tíma og hann myndi sýna mjúka andlega hlið kóngsins.