Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2019 16:45 Beyoncé á sérstakri stjörnufrumsýningu Lion King vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí. Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí.
Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira