Valsmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 17. júlí 2019 14:00 Valsmaðurinn Ólafur Karl Finsen í kröppum dansi í fyrri leiknum. Því miður fyrir Valsmenn náði hann ekki að skora. vísir/bára Valur freistar þess í dag að snúa við taflinu í viðureign sinni við slóvenska liðið Maribor í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspynu karla sem fram fer ytra klukkan 18.15 að íslenskum tíma í dag. Valsmenn lutu í lægra haldi 3-0 í fyrri leik liðanna og því er ljóst að verkefnið verður ærið hjá Hlíðar-endaliðinu á móti sterku slóvensku liði. Fari svo að Valur falli úr leik í kvöld fer liðið í aðra umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem andstæðingurinn verður annað hvort búlgarska liðið Ludogorets eða ungverska liðið Ferencvaros. Þrjú önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld en staða þeirra liða er misjöfn fyrir leiki kvöldsins. Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans hjá kasakska liðinu Astana eru 1-0 yfir í einvígi sínu við Dan Petrescu og lærisveina hans hjá rúmenska liðinu Cluj. Rúnar Már gekk nýlega til liðs við Astana og vonast til þess að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti á ferlinum. Kolbeinn Sigþórsson, sem opnaði markareikning sinn fyrir sænska liðið AIK um síðustu helgi eftir um það bil þriggja ára markaþurrð með félagsliðum sínum, fær armenska liðið Ararat-Armenia í heimsókn. Armenarnir fóru með 2-1 sigur af hólmi í fyrri leiknum. Þá leika Willum Þór Willumsson og liðsfélagar hans hjá hvítrússneska liðinu BATE-Borisov við pólska liðið Piast Gliwice í Póllandi en fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Valur freistar þess í dag að snúa við taflinu í viðureign sinni við slóvenska liðið Maribor í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspynu karla sem fram fer ytra klukkan 18.15 að íslenskum tíma í dag. Valsmenn lutu í lægra haldi 3-0 í fyrri leik liðanna og því er ljóst að verkefnið verður ærið hjá Hlíðar-endaliðinu á móti sterku slóvensku liði. Fari svo að Valur falli úr leik í kvöld fer liðið í aðra umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem andstæðingurinn verður annað hvort búlgarska liðið Ludogorets eða ungverska liðið Ferencvaros. Þrjú önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld en staða þeirra liða er misjöfn fyrir leiki kvöldsins. Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans hjá kasakska liðinu Astana eru 1-0 yfir í einvígi sínu við Dan Petrescu og lærisveina hans hjá rúmenska liðinu Cluj. Rúnar Már gekk nýlega til liðs við Astana og vonast til þess að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti á ferlinum. Kolbeinn Sigþórsson, sem opnaði markareikning sinn fyrir sænska liðið AIK um síðustu helgi eftir um það bil þriggja ára markaþurrð með félagsliðum sínum, fær armenska liðið Ararat-Armenia í heimsókn. Armenarnir fóru með 2-1 sigur af hólmi í fyrri leiknum. Þá leika Willum Þór Willumsson og liðsfélagar hans hjá hvítrússneska liðinu BATE-Borisov við pólska liðið Piast Gliwice í Póllandi en fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira