Vill vinna fimmta risatitilinn fyrir kylfusveininn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 12:30 Brooks Koepka og Ricky Elliott hafa unnið saman í sex ár vísir/getty Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið. Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira