Opna breska meistaramótið hófst á Royal Portrush í morgun og fer að þessu sinni fram á á Norður-Írlandi. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ár sem risamót fer fram á Norður-Írlandi og fyrsta og væntanlega eina skiptið sem McIlroy fær að keppa á heimavelli.
Rory McIlroy ólst upp aðeins 100 kílómetrum frá Royal Portrush golfvellinum og setti vallarmet á vellinum þegar hann var aðeins sextán ára gamall.
Not the start that @McIlroyRory or the fans wanted. An 8 on the first means he's +4 #TheOpen
Live coverage https://t.co/V5gkRJCUkCpic.twitter.com/PONXr0mXUT
— The Open (@TheOpen) July 18, 2019
McIlroy gat hins vegar ekki byrjað verr því hann lenti í miklum ógöngum á fyrstu holu þar sem hann tapaði fjórum höggum.
McIlroy kláraði fyrstu holuna á átta höggum og fékk svokallaðan snjómann á skorkortið sitt.
Rory McIlroy just hit a quadruple bogey 'Snowman' 8 on the very first hole of The Open.
For those unfamiliar with golf parlance, this is almost certainly how I would have started it.
That's how bad it was... pic.twitter.com/71ptysrWkl
— Piers Morgan (@piersmorgan) July 18, 2019
Hann var í framhaldinu kominn fimm höggum yfir par eftir aðeins þrjár holur og það gæti verið mjög erfitt fyrir hann að ná niðurskurðinum hvað þá að berjast um sigurinn á mótinu.
Rory McIlroy cards a snowman, an 8 on the par 4 first hole of @TheOpen at Royal Portrush after finding OB with an iron off the tee. Meanwhile, Shane Lowry is tied for the lead on 3 under. Sport never ceases to amaze!
— Off The Ball (@offtheball) July 18, 2019