Arnór Sveinn: Eins og Finnur Tómas hafi reynslu úr fyrra lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 12:45 Arnór í leik með KR fyrr í sumar. vísir/bára Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki