Hipolito: Opinn fyrir því að þjálfa áfram á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2019 13:00 Pedro hefur lokið keppni í Eyjum. vísir/bára Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur. Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur.
Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10
Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46
ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15