Hope Solo segir þetta vera besta tækifæri ensku stelpnanna til að vinna bandaríska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 15:15 Hope Solo fylgist með HM í Frakklandi. Getty/Alex Grimm Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira