Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe hefur verið frábær á HM. Getty/Maddie Meyer Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira