Birkiskógar fái að dreifa úr sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira