Birkiskógar fái að dreifa úr sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira