Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júlí 2019 20:57 Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“ Fangelsismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“
Fangelsismál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira