Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 22:30 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira