Opið bréf til dómsmálaráðherra vegna brottvísana á börnum frá Íslandi Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 4. júlí 2019 14:58 Mig langar að beina orðum mínum í þessu opna bréfi til dómsmálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Öll sem eru á þingi mega líka taka það til sín. Og raunar bara öll þau sem vettlingi geta valdið í baráttunni gegn þjóðfélagsmeini sem hefur verið alltof, alltof áberandi undanfarna daga og raunar vikur, mánuði og ár. Á Íslandi vísum við börnum á flótta úr landi. Börnum sem fæddust í stríðshrjáðum löndum. Eða fæddust jafnvel ríkisfangslaus í flóttamannabúðum. Við vísum þeim burt. Út í óvissuna. Aftur í stríðið. Aftur í ofsóknirnar. Og það gerum við samkvæmt lögum, hvorki meira né minna. Margir hafa tjáð sig um brottvísanir af þessu tagi undanfarna daga þegar margumtalað mál afganskra feðga náði því sorglega hámarki að barn fékk taugaáfall af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar fjölskyldu þess. Þau viðbrögð sem mér finnst vera gegnumgangandi hjá flestum, ef ekki öllum sem tjá sig eru eitthvað á þessa leið: ,,Auðvitað er sárt/ömurlegt/leiðinlegt/hræðilegt, eða annað svipað lýsingarorð að eigin vali, að horfa upp á brottvísanir á börnum frá Íslandi. Kerfið hefur brugðist þessum börnum, kerfið virkar ekki og það þarf að laga.“ Það virðast allir sammála um að kerfið sé vonlaust. Og allir vilja laga það. Öllum þykir þetta agalega leitt. Allir eru á bömmer. Samt fær þetta kerfi að halda áfram að rúlla. Ef bíll væri stöðugt að valda slysum af því hann væri svo bilaður, myndum við ekki hætta að keyra hann? Ef aðgerð sem ætlað væri að færa fólki bætta heilsu væri stöðugt að valda dauðsföllum myndum við ekki hætta að framkvæma hana? Ég spyr einfaldlega: Afhverju í ósköpunum höldum við áfram að ákveða örlög barna og fjölskyldna þeirra samkvæmt kerfi sem hefur brugðist aftur og aftur og aftur? Og allir virðast sammála um að sé meingallað. Væri ekki ráðlegt að setja brottvísanir barna bara á ís á meðan stjórvöld einhenda sér í að laga þetta kerfi svo íslenska ríkið geti, samkvæmt lögum, frekar tekið á móti þessum börnum, tekið utan um þau og fjölskyldur þeirra og boðið þau velkomin, í stað þess að senda þau aftur út í óvissuna. Þórdís Kolbrún, þú segir sjálf á Facebook: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um endurskoðun á framkvæmd laganna nú þegar reynsla er komin á hana. Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna.“ Frábært. Viljinn til að breyta einhverju til hins betra er frábær byrjun. Og þið virðist öll sammála um að breytinga sé þörf. Afhverju brettið þið þá ekki upp ermar og gerið eitthvað? Það ætti ekki að þurfa en virðist því miður nauðsynlegt að minna á að Ísland hefur lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en meðferðin sem flóttabörn hljóta hér á landi brýtur í bága við þann sáttmála á fleiri en einn og fleiri en tvo vegu. Og það virðist líka þurfa að benda á að það er ekki skylda okkar að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni í hverju einasta máli. Það er ákvörðun hverju sinni. Viljum við halda áfram að vera þjóðin sem stendur ekki við Barnasáttmálann og felur á sig og sitt eigið ónýta kerfi á bakvið eins ósveigjanlegan og ómannúðlegan pappír og Dyflinarreglugerðina? Nú hefur þú, Þórdís Kolbrún, einstakt tækifæri til að gera raunverulegar og mannúðlegar breytingar í þágu viðkvæms hóps barna á Íslandi. Til að skilja úrelt og gamaldags vinnubrögð eftir í fortíðinni. Ég skora á þig að taka tækifærinu opnum örmum. Ég, og ég get fullyrt að ég tala fyrir ótrúlega marga, vil þessar breytingar. Og á meðan þið klárið þær vil ég ekki sjá það að börnum sé vísað úr landi.Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Það sem #metoo kenndi okkur Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. 23. maí 2018 15:51 Hver kenndi þér að segja þetta? Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. 20. september 2018 17:13 Ferðaþjónusta á tímamótum Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. 22. maí 2018 12:00 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að beina orðum mínum í þessu opna bréfi til dómsmálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Öll sem eru á þingi mega líka taka það til sín. Og raunar bara öll þau sem vettlingi geta valdið í baráttunni gegn þjóðfélagsmeini sem hefur verið alltof, alltof áberandi undanfarna daga og raunar vikur, mánuði og ár. Á Íslandi vísum við börnum á flótta úr landi. Börnum sem fæddust í stríðshrjáðum löndum. Eða fæddust jafnvel ríkisfangslaus í flóttamannabúðum. Við vísum þeim burt. Út í óvissuna. Aftur í stríðið. Aftur í ofsóknirnar. Og það gerum við samkvæmt lögum, hvorki meira né minna. Margir hafa tjáð sig um brottvísanir af þessu tagi undanfarna daga þegar margumtalað mál afganskra feðga náði því sorglega hámarki að barn fékk taugaáfall af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar fjölskyldu þess. Þau viðbrögð sem mér finnst vera gegnumgangandi hjá flestum, ef ekki öllum sem tjá sig eru eitthvað á þessa leið: ,,Auðvitað er sárt/ömurlegt/leiðinlegt/hræðilegt, eða annað svipað lýsingarorð að eigin vali, að horfa upp á brottvísanir á börnum frá Íslandi. Kerfið hefur brugðist þessum börnum, kerfið virkar ekki og það þarf að laga.“ Það virðast allir sammála um að kerfið sé vonlaust. Og allir vilja laga það. Öllum þykir þetta agalega leitt. Allir eru á bömmer. Samt fær þetta kerfi að halda áfram að rúlla. Ef bíll væri stöðugt að valda slysum af því hann væri svo bilaður, myndum við ekki hætta að keyra hann? Ef aðgerð sem ætlað væri að færa fólki bætta heilsu væri stöðugt að valda dauðsföllum myndum við ekki hætta að framkvæma hana? Ég spyr einfaldlega: Afhverju í ósköpunum höldum við áfram að ákveða örlög barna og fjölskyldna þeirra samkvæmt kerfi sem hefur brugðist aftur og aftur og aftur? Og allir virðast sammála um að sé meingallað. Væri ekki ráðlegt að setja brottvísanir barna bara á ís á meðan stjórvöld einhenda sér í að laga þetta kerfi svo íslenska ríkið geti, samkvæmt lögum, frekar tekið á móti þessum börnum, tekið utan um þau og fjölskyldur þeirra og boðið þau velkomin, í stað þess að senda þau aftur út í óvissuna. Þórdís Kolbrún, þú segir sjálf á Facebook: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um endurskoðun á framkvæmd laganna nú þegar reynsla er komin á hana. Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna.“ Frábært. Viljinn til að breyta einhverju til hins betra er frábær byrjun. Og þið virðist öll sammála um að breytinga sé þörf. Afhverju brettið þið þá ekki upp ermar og gerið eitthvað? Það ætti ekki að þurfa en virðist því miður nauðsynlegt að minna á að Ísland hefur lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en meðferðin sem flóttabörn hljóta hér á landi brýtur í bága við þann sáttmála á fleiri en einn og fleiri en tvo vegu. Og það virðist líka þurfa að benda á að það er ekki skylda okkar að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni í hverju einasta máli. Það er ákvörðun hverju sinni. Viljum við halda áfram að vera þjóðin sem stendur ekki við Barnasáttmálann og felur á sig og sitt eigið ónýta kerfi á bakvið eins ósveigjanlegan og ómannúðlegan pappír og Dyflinarreglugerðina? Nú hefur þú, Þórdís Kolbrún, einstakt tækifæri til að gera raunverulegar og mannúðlegar breytingar í þágu viðkvæms hóps barna á Íslandi. Til að skilja úrelt og gamaldags vinnubrögð eftir í fortíðinni. Ég skora á þig að taka tækifærinu opnum örmum. Ég, og ég get fullyrt að ég tala fyrir ótrúlega marga, vil þessar breytingar. Og á meðan þið klárið þær vil ég ekki sjá það að börnum sé vísað úr landi.Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna
Það sem #metoo kenndi okkur Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. 23. maí 2018 15:51
Hver kenndi þér að segja þetta? Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. 20. september 2018 17:13
Ferðaþjónusta á tímamótum Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. 22. maí 2018 12:00
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar