Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2019 08:00 Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. "Það geta verið tré, runnar og blóm.“ Fréttablaðið/Vilhelm „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira