Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2019 08:00 Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. "Það geta verið tré, runnar og blóm.“ Fréttablaðið/Vilhelm „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
„Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent