Ekkert til í því að Messi sé mögulega að fara keppa við Ísland í næstu Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:45 Lionel Messi í leiknum á móti Íslandi á HM 2018. Fimm íslenskir leikmenn sækja að honum. Getty/Reinaldo Coddou H Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira