HK þurfti bara þrjú skot á markið til þess að vinna Breiðablik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 13:30 Atli Arnarson skorar fyrsta markið. vísir/bára HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
HK vann 2-1 sigur á Breiðablik í Kópavogsslag í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi en liðin mættust á Kópavogsvelli. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en þeir hvítu og rauðu komust í 2-0 forystu í leiknum. Varamaðurinn, Þórir Guðjónsson, minnkaði muninn undir lokin en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur nýliðanna í höfn. Sigurinn verður enn athyglisverðari er litið er á tölfræði leiksins frá tölfræðiveitunni InStat. HK átti í heildina sjö skot í átt að marki Blika og þrjú þeirra fóru á markið. Tvö þeirra enduðu í netinu. Blikarnir skutu hins vegar og skutu. Þeir áttu samtals 25 skot en einungis sex af þeim rötuðu á markið. Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina vel í marki HK en það var einungis skalli Þóris Guðjónssonar sem rataði í netið. Heimamenn í Breiðablik voru einnig mun meira með boltann. Þeir voru 60% með boltann en HK 40%. Það sást einnig í fjölda heppnaðra sendinga en Breiðablik náði að gefa boltann 444 sinnum á milli sín en HK 193 sinnum. Blikarnir unnu líka 71 prósent af tæklingum sínum í leiknum og unnu líka 67 prósent af öllum skallaeinvígum. Með öðrum orðum þeir voru með mikla yfirburði í tölfræðinni. Sú eina tölfræði sem skiptir þó raunverulega máli eru mörk skoruð og þar höfðu HK-ingar betur. Þeir eru komnir með ellefu stig en eru þó enn í ellefta sætinu. Blikarnir eru nú sjö stigum á eftir toppliði KR og róðurinn þyngist hjá þeim í toppbaráttunni.Leikur Breiðabkliks og HK í tölum:Skot í leiknum: Breiðablik +18 (25-7)Tími með boltann: Breiðablik +20% (60%-40%)Heppnaðar sendingar: Breiðablik +251 (444-193)Unnin skallaeinvígi: Breiðablik +23 (46-23)Unnin samstuð: Breiðablik +34 (114-80)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15 Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51 Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí Þróttarinn uppaldi er á leið til Ungverjalands. 7. júlí 2019 18:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - HK 1-2 │Atli afgreiddi Breiðablik KR er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir tap Blika í kvöld og HK er komið lengra frá botninum. 7. júlí 2019 22:15
Ágúst: Þeir byrjuðu ekki þennan leik og það var mín ákvörðun Var ósammála blaðamanni um að leikurinn hafi spilast svipað og fyrri leikurinn. 7. júlí 2019 21:51
Brynjar Björn: Allir sem eru í kringum fótboltann eru á markaðnum Brynjar Björn Gunnarsson var stoltur af sínum drengjum í kvöld. 7. júlí 2019 21:33