Frá þessu greindi streymisveitan vinsæla í tísti þar sem einnig kemur fram að rúmar 18 milljónir Netflix-reikninga hafi þegar klárað þriðju þáttaröðina í heild sinni. Fyrra met streymisveitunnar átti sjónvarpsmyndin Murder Mystery með Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólaf Darra í aðalhlutverkum.
.@Stranger_Things 3 is breaking Netflix records!
40.7 million household accounts have been watching the show since its July 4 global launch — more than any other film or series in its first four days. And 18.2 million have already finished the entire season.
— Netflix US (@netflix) July 8, 2019
Það er mat þeirra sem fylgst hafa með krökkunum knáu frá Hawkins í Indiana, þar sem þættirnir gerast, að þriðja þáttaröðin sé sú blóðugasta og jafnframt sú myndrænasta, þar sem hún skartar atriðum sem skilja áhorfendur eftir með ónotatilfinningu í maganum. Margir virðast þó einfaldlega ekki geta sleppt því að horfa.
Shawn Levy, einn framleiðenda þáttanna hefur þá upplýst um að þriðja þáttaröðin verði ekki sú síðasta. Þáttaröð fjögur af Stranger Things eigi „pottþétt eftir að gerast.“ Netflix á þó eftir að staðfesta þær fregnir, en miðað við vinsældir þáttanna er ólíklegt að streymisrisinn vilji sleppa takinu af gullgæsinni sem þættirnir hafa reynst vera.
„Ég skal segja ykkur það að við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvað kemur til með að gerast í fjórðu seríu. Sería fjögur er pottþétt að fara að gerast,“ sagði Levy í samtali við miðilinn Collider.
„Það eru miklar líkur á annarri þáttaröð í kjölfar hennar [þeirrar fjórðu] en það er óákveðið að svo stöddu.“