Ragna Lóa leitaði í reynslubanka Olgu Færseth fyrir sigurinn gegn Stjörnunni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Ragna Lóa ásamt Gísla aðstoðarmanni sínum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.” Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34
Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30