Foreldrar verða að fylgja börnum til að sækja armböndin Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 11:17 Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið. VÍSIR/Andri Marinó Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53