Gianni Infantino, forseti FIFA, skrifaði íranska knattspyrnusambandinu bréf þar sem hann krafðist þess að konur fengju að mæta á leiki í undankeppni HM 2022 þar í landi.
Í október á síðasta ári fengu konur að mæta á fótboltaleik í Íran í fyrsta sinn í 40 ár.
Fyrr í þessum mánuði voru konur sem ætluðu að mæta á vináttulandsleik Írans og Sýrlands í Teheran, hins vegar handteknar.
Samkvæmt BBC lýsti Infantino yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun og sagði hana ekki í takt við loforð Írana um að gera bragarbót í þessum málum.
Tveim stuðningsmönnum var vísað út af leik á HM í Frakklandi fyrir að klæðast bol þar sem kallað var eftir því að konur í Íran fengju að mæta á fótboltaleiki. FIFA viðurkenndi seinna að það hefðu verið mistök að vísa stuðningsmönnunum frá.
Forseti FIFA segir Írönum að leyfa konum að mæta á fótboltaleiki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

