Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. júní 2019 16:50 Sindri Snær lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. vísir/daníel þór ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnu en Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður,“ sagði Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, eftir leik dagsins. Þess má geta að Sindri lék sinn 100. leik í efstu deild í dag. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagðist í viðtalinu á undan hafa verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.“ Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik,“ sagði Sindri. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson, leikmaður Breiðabliks, taka Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið,“ sagði Sindri. „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik lenti undir gegn botnliði ÍBV en var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum öruggan sigur. 22. júní 2019 15:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki