Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 18:21 Leikmenn Kamerún tóku sér langan tíma í að mótmæla. vísir/getty Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum.
HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti