Ólafur: Á eftir í öllum aðgerðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 21:44 Ólafur er ekki viss hvort FH bæti við sig liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. vísir/bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti