Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Huglaust hjá dómaranum að reka Óttar Bjarna ekki af velli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óttar Bjarni er hér að setja hnéð í Valgeir sem liggur á vellinum.
Óttar Bjarni er hér að setja hnéð í Valgeir sem liggur á vellinum.
Skagamenn þoldu mótlætið gegn HK ekki vel um síðustu helgi og varnarmaður liðsins, Óttar Bjarni Guðmundsson, braut illa á hinum 16 ára gamla Valgeiri Valgeirssyni er guttinn hafði skorað seinna mark HK gegn ÍA.

„Óttar dettur á Valgeir en setur svo hnéð í hann er hann reisir sig við. Fyrir mér er þetta pjúra rautt spjald. Dómarinn er rétt við þetta atvik, línuvörðurinn líka, og það var huglaust að taka ekki á þessu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðina Pepsi Max-markanna.

Í kjölfarið urðu mikil læti er menn tókust á. Þrír leikmenn voru þá spjaldaðir.

Sjá má lætin, rauða spjaldið sem Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk og meira til hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Brjálaðir Skagamenn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×