Ólafía Þórunn: Ég kæri mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira