Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður var byrjandi vikunnar í þættinum Golfarinn á Stöð 2.
„Ég prófaði golf einu sinni 1984 og ákvað þá að þetta væri ekki fyrir mig,“ sagði Ragnheiður Elín í þætti kvöldsins.
Ragnheiður fékk grunnkennslu í golfi og var henni svo fleygt í djúpu laugina og látin spila holu á Leirdalsvelli.
Það tók þó nokkuð fleiri högg að koma boltanum ofan í holuna en ætlast er til á pari vallarins, en hún fór þó ofan í að lokum. Varð þessi tilraun til þess að Ragnheiður ætlar að hella sér út í golfið?
„Það þarf rosalega mikið til eftir þetta,“ sagði Ragnheiður. „Ég var ekki vongóð um að ég væri náttúrutalent og mér fannst koma berlega í ljós að ég er það ekki.“
Golfarinn er í umsjón Hlyns Sigurðssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur og er á dagskrá á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00.
Fór golfholu í fyrsta skipti síðan 1984
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




