Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2019 07:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira