Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2019 11:15 Steindi var í fullu fjöri í Íslandi í dag, í gær. Mynd/Skjáskot Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10