Krefja ráðuneytið um gögn og útreikninga að baki „hæpnum fullyrðingum“ heilbrigðisráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. júní 2019 07:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15