Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:22 Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum, segir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “ Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “
Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira