Eitt mark dugði Kanada til sigurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 21:00 Kadeisha Buchanan fagnar marki sínu gegn Kamerún. vísir/getty Kanada vann 1-0 sigur á Kamerún í E-riðli heimsmeistaramóts kvenna í Frakklandi í kvöld. Leikið var í Montpellier. Varnarmaðurinn Kadeisha Buchanan skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Janine Beckie í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Buchanan, sem var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2015, leikur með Evrópumeisturum Lyon. Christine Sinclair, fyrirliði Kanada, er á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Hún hefur skorað 181 mark fyrir kanadíska landsliðið og vantar aðeins fjögur mörk til að verða markahæsti landsliðsmaður sögunnar, bæði hjá konum og körlum. Sinclair var nálægt því að skora undir lok leiksins en Claudine Meffometou bjargaði á línu. Meffometou komst næst því að skora fyrir kamerúnska liðið sem þykir ekki líklegt til afreka á HM. Kanada var miklu meira með boltann í leiknum og Nichelle Prince átti skot í stöng í stöðunni 0-0. Kanada hefur ekki skorað meira en eitt mark í síðustu níu leikjum sínum á HM. Á morgun mætast Nýja-Sjáland og Evrópumeistarar Hollands í E-riðli. HM 2019 í Frakklandi
Kanada vann 1-0 sigur á Kamerún í E-riðli heimsmeistaramóts kvenna í Frakklandi í kvöld. Leikið var í Montpellier. Varnarmaðurinn Kadeisha Buchanan skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Janine Beckie í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Buchanan, sem var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2015, leikur með Evrópumeisturum Lyon. Christine Sinclair, fyrirliði Kanada, er á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Hún hefur skorað 181 mark fyrir kanadíska landsliðið og vantar aðeins fjögur mörk til að verða markahæsti landsliðsmaður sögunnar, bæði hjá konum og körlum. Sinclair var nálægt því að skora undir lok leiksins en Claudine Meffometou bjargaði á línu. Meffometou komst næst því að skora fyrir kamerúnska liðið sem þykir ekki líklegt til afreka á HM. Kanada var miklu meira með boltann í leiknum og Nichelle Prince átti skot í stöng í stöðunni 0-0. Kanada hefur ekki skorað meira en eitt mark í síðustu níu leikjum sínum á HM. Á morgun mætast Nýja-Sjáland og Evrópumeistarar Hollands í E-riðli.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti