„Klikkuð“ goggunarröð í leiklistarheiminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 11:03 Bandaríski leikarinn George Clooney segir að nú sé rétti tíminn til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Sjá meira
Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40
Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist