Lífið

Banda­rísk sam­fé­lags­miðla­stjarna dregin inn í Tyrkja­deiluna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svo virðist sem að einhverjir hafi talið að Michaela Oakland sé íslenski aðdáandinn.
Svo virðist sem að einhverjir hafi talið að Michaela Oakland sé íslenski aðdáandinn. Mynd/Instagram
Svo virðist sem að æstir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu hafi farið víða um internetið um helgina eftir fregnir af meintri útreið sem landsliðsmennirnir fengu við komuna til Íslands brutust út. Bandarísk samfélagsmiðlastjarna var dregin inn í deiluna og hún virðist ekki botna neitt í neinu.

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum erutyrknesk yfirvöld, landsliðið sjálft, auk fjölda stuðningsmanna liðsins, ósátt við að hafa þurft að fara í ítarlega öryggisleit við komunatil landsins á Keflavíkurflugvelli í aðdraganda leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Steininn tók úr þegar maður sem talinn er veraBelgi þóttist taka viðtal við fyrirliða tyrkneska landsliðsins með uppþvottabursta.

Töldu margir stuðningsmenn liðsins að um íslenskan fjölmiðlamann hafi verið að ræða og í kjölfarið fengu nokkrir íslenskir íþróttablaðamenn að kenna á því,holskefla reiði- og hatursskilaboða dundi á þeim,líkt og Vísir hefur fjallað um.Þá var gerð tölvuárás á vef Isaviasem og vef Sunnlenska, af einhverjum ástæðum. Rekja má árásirnar til Tyrklands.

Ein af þeim sem dregin hefur verið inn í málið er bandarískasamfélagsmiðlastjarnan Michaela Okland, sem er með rúmlega 100 þúsund fylgjendur á Twitter. Mynd af íslenskum aðdáenda í stúkunni á leik Íslands á HM í Rússlandi á síðasta ári komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í Tyrklandi í gær. Svo virðist sem að einhver hafi talið að umræddur aðdáandi væru Okland.

„Eru þeir að segja að þetta sé ég,“ spurði Okland á Twitter og í kjölfarið fékk hún fjölda skilaboða á Instagram og Twitter frá tyrkneskum stuðningsmönnum landsliðsins. Meðal þeirra var einn sem spurði Okland hvort hún væri umræddur aðdáandi á myndinni sem komst í dreifingu.

Svaraði hún því játandi, væntanlega í gríni.

„Haha, allt Tyrkland var að reyna að finna reikninginn þinn í gær,“ kom svarið til baka en Okland virðist lítið botna í því af hverju hún hafi fengið svo mörg skilaboð frá Tyrkjum að undanförnu. Af svörum hennar að dæma hefur hún þó mikinn húmor fyrir málinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.