Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 16:21 Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð. EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð.
EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18