Grillfeðurnir kenna listina á bakvið grillaða pizzu Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2019 10:50 Hjalti Vignis þeytir deiginu í loftið eins og sannur pizzaiolo. Stöð2/Ísland í Dag Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag. Ísland í dag Matur Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag.
Ísland í dag Matur Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira