Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 14:20 Jon Stewart er ötull talsmaður þeirra sem glíma við heilbrigðisvandamál eftir 11. september 2001. Vísir/Getty Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna. Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45
Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49