Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 14:20 Jon Stewart er ötull talsmaður þeirra sem glíma við heilbrigðisvandamál eftir 11. september 2001. Vísir/Getty Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna. Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45
Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49