Guðni ætlar að ræða við Hamrén um vindilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 17:16 Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05
Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18
Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37
Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54
Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45