Voru aðeins 31% með boltann í besta hálfleiknum í langan tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 21:45 Íslendingar unnu sanngjarnan sigur á Tyrkjum á þriðjudaginn. vísir/daníel þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00