Enski boltinn

Liverpool mun ekki reyna aftur við Fekir í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fekir í leik með Lyon.
Fekir í leik með Lyon. vísir/getty
Nabil Fekir, miðjumaður Lyon, er ekki lengur á óskalista Liverpool þrátt fyrir sögusagnir þess efnis í fjölmiðlum í Frakklandi.

Fyrir ári síðan var Liverpool nærri því að kaupa miðjumanninn á 53 milljónir punda. Hann gekkst undir læknisskoðun þar sem myndataka leiddi í ljós að hann glímdi við hnémeiðsli. Fyrir vikið varð ekkert af kaupunum.





Liverpool vildi ekki taka áhættuna á hnémeiðslum hans og ákvað að leita á önnur mið. Nú vilja fjölmiðlar í Frakklandi meina að Liverpool reyni aftur að klófesta Fekir í sumar.

Independent hefur heimildir fyrir því að ekkert sé til í þeim efnum. Fekir á tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×