Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 21:33 Ólafur Kristjánsson vísir/bára Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira