Rúnar Páll: Mjög lélegt af dómara leiksins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 21:41 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnari Páli Sigmundssyni var heitt í hamsi þegar leikur FH og Stjörnunnar var flautaður af með 2-2 jafntefli. Hann var ekki sáttur með dómara leiksins og fannst hans menn hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins. „Auðvitað er ég ekki sáttur við það að tapa niður tveggja marka forystu. Að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum er ekki gott heldur og er ennþá sárara að þetta sé á einhverjum fimm mínútna kafla sem er ekki gott af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. „Mér fannst við spila vel fyrri hálfleikinn, vorum frábærir í fyrri hálfleik og inn í seinni hálfleikinn, komust sanngjarnt yfir 2-0. En þeir jafna og gerðu það ágætlega, sem var lélegt af okkar hálfu.“ „Svo er „crucial“ móment þar sem hann dæmir ekki víti, sem er víti að mér fannst. Svo þegar Þorsteinn er að sleppa einn í gegn og er tekinn niður, það er bara aukaspyrna og rautt að mínu viti. Þetta eru harðir dómar, eða ekki dómar, og það er mjög lélegt af dómara leiksins.“ Stjarnan fékk á sig tvö mörk á stuttum tíma um miðjan seinni hálfleik, bæði upp úr hornspyrnum. Þarf Rúnar nú að fara með sína stráka í æfingabúðir hvernig eigi að verjast föstum leikatriðum? „Nei, nei. Við förum bara heim og hvílum okkur og svo er bara Breiðablik á þriðjudaginn og áfram með smjörið.“ Hvað var Rúnar ánægðastur með í leik sinna manna? „Karakter og skipulag og vinnusemi. Skorum tvö frábær mörk og bara karakter. Við vildum þetta mikið og margt mjög flott í okkar leik í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Stjarnan 2-2 | FH-ingar komu til baka FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum. 14. júní 2019 22:30 Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. 14. júní 2019 21:33 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Rúnari Páli Sigmundssyni var heitt í hamsi þegar leikur FH og Stjörnunnar var flautaður af með 2-2 jafntefli. Hann var ekki sáttur með dómara leiksins og fannst hans menn hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins. „Auðvitað er ég ekki sáttur við það að tapa niður tveggja marka forystu. Að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum er ekki gott heldur og er ennþá sárara að þetta sé á einhverjum fimm mínútna kafla sem er ekki gott af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Páll í leikslok. „Mér fannst við spila vel fyrri hálfleikinn, vorum frábærir í fyrri hálfleik og inn í seinni hálfleikinn, komust sanngjarnt yfir 2-0. En þeir jafna og gerðu það ágætlega, sem var lélegt af okkar hálfu.“ „Svo er „crucial“ móment þar sem hann dæmir ekki víti, sem er víti að mér fannst. Svo þegar Þorsteinn er að sleppa einn í gegn og er tekinn niður, það er bara aukaspyrna og rautt að mínu viti. Þetta eru harðir dómar, eða ekki dómar, og það er mjög lélegt af dómara leiksins.“ Stjarnan fékk á sig tvö mörk á stuttum tíma um miðjan seinni hálfleik, bæði upp úr hornspyrnum. Þarf Rúnar nú að fara með sína stráka í æfingabúðir hvernig eigi að verjast föstum leikatriðum? „Nei, nei. Við förum bara heim og hvílum okkur og svo er bara Breiðablik á þriðjudaginn og áfram með smjörið.“ Hvað var Rúnar ánægðastur með í leik sinna manna? „Karakter og skipulag og vinnusemi. Skorum tvö frábær mörk og bara karakter. Við vildum þetta mikið og margt mjög flott í okkar leik í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Stjarnan 2-2 | FH-ingar komu til baka FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum. 14. júní 2019 22:30 Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. 14. júní 2019 21:33 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: FH - Stjarnan 2-2 | FH-ingar komu til baka FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum. 14. júní 2019 22:30
Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. 14. júní 2019 21:33
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn